Karitas

Vorið 2005 undirrituðu Lyfjaval og hjúkrunarþjónustan Karitas samning um þjónustu við sjúklinga með illkynja sjúkdóma í heimahúsum. Samningurinn er samkomulag um þjónustu við sjúklinga þar sem farið er að landslögum um starfsemi heilbrigðisstétta og reglum Lyfjastofnunar ríkisins um gerð og afgreiðslu lyfseðla, dreifingu lyfja og lyfjagjöf í heimahúsum. Samningurinn gerir hjúkrunarfræðingum sem starfa innan hjúkrunarþjónustu Karitas kleift að hringja í Bílapótek Lyfjavals og óska eftir ákveðnum lyfjum skv. ordinations-lista fyrir einstaka sjúklinga.